Fréttir

500 pund fyrir þig og 5000 fyrir samfélagið.

Bresku verslunarsamvinnufélögin gangast um þessar mundir fyrir leik þar sem að félagsmenn sem versla fyrir fimm pund eða meira geta unnið verðlaun. Það sem er óvenjulegt er að verðlaunin ganga ekki bara til þess sem vinnur heldur er um leið lagt tíu sinnum meira fé til samfélagsverkefna að vali vinningshafa.

Frumvarp um breytingu á lögum um samvinnufélög í samráðsgátt.

Menningar og viðskiptaráðuneytið hefur sett í samráð frumvarp til breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006.

Heimildarmynd um frumkvöðla

Tvö „byltingarkennd“ bresk samvinnufélög verða viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sem verður sýnd um alla Evrópu. Félögin sem um ræðir heita Equal Care Co-operative og Suma og eru annnars vegar í félagsþjónustu og hins vegar í sölu og dreifingu grænmetis. Þau þykja til fyrirmyndar á sínu sviði.

Viðtal við nýjan framkvæmdastjóra ICA

Jeroen Douglast tók í janúar við stöðu framkvæmdastjóra alþjóðasambands samvinnufélaga (ICA). Hann fer yfir áherslur sínar og sýn á hlutverk samvinnufélaga í viðtali hér. Jeroen er 17. framkvæmdastjóri samtakanna en þau voru stofnuð 1895.