Fréttir

Heimildarmynd um frumkvöðla

Tvö „byltingarkennd“ bresk samvinnufélög verða viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sem verður sýnd um alla Evrópu. Félögin sem um ræðir heita Equal Care Co-operative og Suma og eru annnars vegar í félagsþjónustu og hins vegar í sölu og dreifingu grænmetis. Þau þykja til fyrirmyndar á sínu sviði.

Viðtal við nýjan framkvæmdastjóra ICA

Jeroen Douglast tók í janúar við stöðu framkvæmdastjóra alþjóðasambands samvinnufélaga (ICA). Hann fer yfir áherslur sínar og sýn á hlutverk samvinnufélaga í viðtali hér. Jeroen er 17. framkvæmdastjóri samtakanna en þau voru stofnuð 1895.

World cooperative monitor kemur út 25. jan.

Fimmtudaginn 25. janúar verður 12. útgáfa að skýrslu alþjóðasamtaka samvinnufélaga "World cooperative monitor" kynnt við hátíðlega athöfn Í skýrslunni er fjallað um 300 stærstu samvinnufélög heims m.a. eftir atvinnugreinum og fjallað sérstaklega um ávinning af félagsaðild og hvernig samvinnustarfinu er komið á framfæri.

Kaupfélag Borgfirðinga 120 ára

Kaupfélag Borgfirðinga fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 4. janúar. Félagið starfar á svæðinu frá Hvalfjarðarsveit til Reykhólahrepps en reksturinn snýst nú einkum um sölu á aðföngum til búrekstrar, annars dýrahalds og tengdar vörur. Öll eru velkomin í afmæliskaffi í verslun félagsins í Borgarnesi í dag.