Stefnuræða í Bretlandi

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur tekið við völdum í Bretlandi og Karl konungur flutt fyrstu stefnuræðu hennar. Í nýjum þingflokki Verkamannaflokksins eru 43 þingmenn sem kenna sig við samvinnuflokkinn um leið.
Lesa frétt Stefnuræða í Bretlandi

Breyting á lögum um samvinnufélög.

Áður en Alþingi var frestað í vor afgreiddi Alþingi breytingu á lögum um samvinnufélög. Þær breytingar fela í sér að takmarka möguleika á því að við slit félags komi eigið fé þess til útgreiðslu til félagsmanna. Þá voru gerðar breytingar á lágmarksfjölda stofnenda samvinnufélaga og loks minni háttar lagfæringar á lögunum. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006 sem fela m.a. í sér að ráðherra fær heimild til að setja reglugerðir til nánari útfærslu.
Lesa frétt Breyting á lögum um samvinnufélög.

Kosningar í Bretlandi

Þingkosningar verða í Bretlandi fimmtudaginn 4. júlí. Spáð er stórsigri Verkamannaflokksins. Lítið ber á því í fréttum að í Bretlandi er einnig starfandi sérstakur stjórnmálaflokkur samvinnufólks, The Co-operative Party.
Lesa frétt Kosningar í Bretlandi

Samvinnuvikur í Bretlandi

Breska samvinnuhreyfingin gengst næstu tvær vikur fyrir viðburðum sem þau kalla "Co-op Fortnight" þar sem lögð er áhersla á að kynna hið fjölbreytta samvinnustarf sem á sér stað í landinu. Þemað í ár er "Hvað gerum við öðruvísi"
Lesa frétt Samvinnuvikur í Bretlandi

500 pund fyrir þig og 5000 fyrir samfélagið.

Bresku verslunarsamvinnufélögin gangast um þessar mundir fyrir leik þar sem að félagsmenn sem versla fyrir fimm pund eða meira geta unnið verðlaun. Það sem er óvenjulegt er að verðlaunin ganga ekki bara til þess sem vinnur heldur er um leið lagt tíu sinnum meira fé til samfélagsverkefna að vali vinningshafa.
Lesa frétt 500 pund fyrir þig og 5000 fyrir samfélagið.

Frumvarp um breytingu á lögum um samvinnufélög í samráðsgátt.

Menningar og viðskiptaráðuneytið hefur sett í samráð frumvarp til breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006.
Lesa frétt Frumvarp um breytingu á lögum um samvinnufélög í samráðsgátt.