Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2024 verður haldinn fimmtudaginn 27. nóvember n.k. Grand hótel Reykjavík og hefst kl. 17.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins.
Stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga svf.
Lesa frétt Aðalfundur SÍS á fimmtudag
„Þegar þú gengur í samvinnufélag, þá gengur þú í alþjóðlega hreyfingu – sem er að byggja upp betri heim.“ Ný stuttmynd „Samvinnufélög: Í eigu okkar félagsmanna“, nýja kvikmynd sem framleidd er fyrir bresku samvinnuhreyfinguna í tilefni alþjóðlegs ár samvinnufélaga.
Lesa frétt Hvað þýðir að ganga í samvinnufélag?
„Það er þröngt um okkur í Hollandi með 18 milljónir manna og 4 milljónir nautgripa í landi sem er meira en helmingi minna en Ísland.“, sagði Jeroen Douglas, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnuhreyfingam, í heimsókn til Mjólkursamsölunnar á Selfossi 4. september sl. „Hér hafið þið að minnsta kosti nóg landrými“, sagði hann við gestgjafa sína, og var auðheyrt á samtali hans við þá að hann var vel heima í kúabúskap og mjólkuriðnaði.
Lesa frétt Lærði að borða skyr á Selfossi
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, flutti merkt og yfirgripsmikið ávarp á opnum fundi í Hörpu 3. september 2025 um þær tvær alþýðhreyfingar sem hann telur vera hinar áhrifamestu og þar með mikilvægustu fyrir framgang efnahagslegs og félagslegs réttlæti í nútímasögunni. Þar á hann við hina alþjóðlegu verkalýðshreyfingu og Alþjóðasamtök samvinnufélaga (ICA).
Lesa frétt Svar við einstaklingshyggju og ofurgróða
Í heimsókn framkvæmdastjóra Alþjóðasambands samvinnuhreyfinga kom í ljós að hann deilir sameiginlegri reynslu með Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og þau hafa verið í samskiptum við sama fólkið í viðleitni til þess að auka sanngirni og sjálfbærni í alþjóðlegum viðskiptum.
Lesa frétt Fjörugar samræður á Bessastöðum