Samvinnumánuður í Bandaríkjunum.

Samtök smærri bænda í Bandaríkjunum, National Farmers Union, hafa lagt sérstaka áherslu á málefni samvinnufélaga í október. Þau halda opna vefráðstefnu þann 31. október sem ber heitið "Að rækta samfélag - Samvinnuleiðtogar segja sína sögu". Hún er opin öllum.
Lesa frétt Samvinnumánuður í Bandaríkjunum.

Sjálfbær matvælakerfi til umfjöllunar á þingi evrópsks samvinnufólks

Þing sambands evrópskra samvinnufélaga, sem SÍS á aðild að, fór fram á Spáni í lok júní. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var fjallað um sjálfbær matvælakerfi og samvinnufélög.
Lesa frétt Sjálfbær matvælakerfi til umfjöllunar á þingi evrópsks samvinnufólks

Norska samvinnuhreyfingin styður við tómstundastarf fátækari barna.

Samvinnuhreyfingin í Noregi styður myndarlega við þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og er einn af stærstu stuðningsaðilum landsins á því sviði. Öll börn eiga skilið innihaldsríkan frítíma og því ákvað hreyfingin að vinna að því að krafti í samvinnu við norska Rauða krossinn.
Lesa frétt Norska samvinnuhreyfingin styður við tómstundastarf fátækari barna.

Bresk samvinnufélög og samfélagið.

Í nýrri skýrslu frá samvinnufélögunum í Bretlandi er bent á möguleika sem samvinnustarf gefur til að takast á við félagsleg vandamál meðal ungs fólks en það þurfi einfaldlega að kynna hreyfinguna betur í þeim hópum.
Lesa frétt Bresk samvinnufélög og samfélagið.

Hvernig er staðan?

Alþjóðasamband samvinnufélaga gengst nú fyrir könnun meðal samvinnufólks á heimsvísu. Óskað er eftir því að félagsfólk tjái sig um framtíðarsýn hreyfingarinnar og hvort ástæða sé til að endurskoða framtíðarsýn hennar í ljósi þróunar síðustu ára. Yfirlýsing um sjö megingildi samvinnustarfs var síðast endurskoðuð á þingi í Manchester 1995. Nánar hér að neðan
Lesa frétt Hvernig er staðan?

Samvinnan virkar!

Samvinnuhreyfingin er í talsverðum vexti í Bandaríkjunum sem oft hafa reyndar verið nefnd land einkaframtaksins - en staðreyndin er sú að lifandi starf á sér stað í samvinnufélögum um landið allt. Hér eru tvö dæmi.
Lesa frétt Samvinnan virkar!