Hagnaður KEA á síðasta ári 546 mkr.

Á aðalfundi KEA sem fram fór í lok apríl kom fram að 546 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 767 mkr. og lækkuðu um 175 mkr. á milli ára. Eigið fé var tæpir 8,8 milljarðar og heildareignir námu tæpum 9,1 milljarði. Fjárhagsstaða félagsins er sterk.
Lesa frétt Hagnaður KEA á síðasta ári 546 mkr.

Alþjóðadagur samvinnufélaga 2023

Alþjóðadagur samvinnufélaga er haldinn árlega fyrsta laugardag í júlí og hefur verið síðan 1923. Dagurinn í ár er því sá 101 í röðinni. Að þessu sinni verður þemað sjálfbær þróun eða: "Cooperatives: partners for accelerated sustainable development."
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga 2023

Fonterra greiðir til baka til félagsmanna.

Fonterra sem er samvinnufélag 9.000 bænda á Nýja Sjálandi hefur ákveðið að endurgreiða félagsmönnum sínum 800 milljónir dollara vegna góðs rekstrarárangurs á síðasta ári og arðs af sölu eigna.
Lesa frétt Fonterra greiðir til baka til félagsmanna.

Lausnin felst í okkur öllum

Með heimsfaraldri, stríði, efnahagsvandamálum og vaxandi vistfræðilegum kreppum að hrannast upp, liggur fyrir samfélagi okkar að að taka erfiðar ákvarðanir. Lausnin getur falist í samvinnu eða það er uppleggið í nýrri bók: "Citizens: Why the Key to Fixing Everything Is All of Us" eftir Jon Alexander.
Lesa frétt Lausnin felst í okkur öllum

Borðaðu matinn eins og þú eigir hann

Land O´Lakes er ríflega aldargamalt samvinnufélag nærri 4.000 bænda í Minnesota í Bandaríkjum sem sinnir aðallega framleiðslu mjólkurvara. Þar starfa um 9.000 manns
Lesa frétt Borðaðu matinn eins og þú eigir hann

Kaupfélag Suðurnesja

Kaupfélag Suðurnesja er eitt af aðildarfélögum SÍS, en það var stofnað 1945. Ástæða er til að vekja athygli á heimasíðu félagsins en þar er, auk upplýsinga um núverandi starfsemi KSK, mikið af aðgengilegum upplýsingum um hugmyndafræði samvinnunar og kosti þess að vera félagi í samvinnufélagi.
Lesa frétt Kaupfélag Suðurnesja