Samtök evópskra landbúnaðarsamvinnufélaga (Cogeca) voru stofnuð 1959 og samanstanda nú af landssamtökum slíkra félaga frá 26 af 27 aðildarríkjum ESB. Innan þeirra eru 22.000 samvinnufélög sem veita yfir 650.000 manns vinnu og velta ríflega 300 milljörðum evra á ári.
Lesa frétt Evrópsk landbúnaðarsamvinnufélög og bændur
Samvinnuhreyfingin stendur traustum fótum í Bandaríkjunum og ekki síst í Wisconsin. Við fylkisháskólann sem starfræktur er í höfuðborginni Madison er meðal annars sérstök rannsóknamiðstöð í samvinnufræðum.
Lesa frétt Rannsóknir í Wisconsin
Fyrir áhugasama er hér hægt að sjá upptöku frá ráðstefnunni "Samvinnustarf í nútíð og framtíð" sem haldin var á Bifröst 29. október sl. Þar var Jóns Sigurðssonar einnig minnst. Öll dagskráin var tekin upp. Dagskrá og myndir frá ráðstefnunni má sjá í öðrum fréttum hér á síðunni - En hér er tengill á upptökuna.
Lesa frétt Upptaka frá ráðstefnu á Bifröst
Samvinnufélög sem starfa í fjármálaþjónustu hafa með sér heimssamtök. Í þeim eru 54 fyrirtæki frá 33 löndum. Samtökin halda um þessar mundir upp á 100 ára afmæli sitt með þriggja daga ráðstefnu og afmælishátíð í Belgíu.
Lesa frétt Aldarafmæli samvinnufélaga á fjármálamarkaði
Eins og kynnt var hér þá héldu SÍS og Háskólinn á Bifröst fyrir skemmstu málþingið "Samvinnustarf í nútíð og framtíð" í tilefni af 120 ára afmæli SÍS. Þingið var haldið á Bifröst á og á fésbókarsíðu skólans má nú sjá fjölmargar myndir frá þinginu.
Lesa frétt Myndir frá ráðstefnu
Í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga, SÍS, verður haldin ráðstefna um samvinnstarf í nútíð og framtíð. Á ráðstefnunni verður Jóns Sigurðssonar einnig minnst. Ráðstefnan verður laugardaginn 29. október kl. 13-17 í Háskólanum á Bifröst.
Lesa frétt Samvinnustarf í nútíð og framtíð