Bresku verslunarsamvinnufélögin gangast um þessar mundir fyrir leik þar sem að félagsmenn sem versla fyrir fimm pund eða meira geta unnið verðlaun.  Það sem er óvenjulegt er að verðlaunin ganga ekki bara til þess sem vinnur heldur er um leið lagt tíu sinnum meira fé til samfélagsverkefna að vali vinningshafa.

Viðskiptavinir geta unnið allt að 500 pund, en um leið ganga þá 5.000 pund til samfélagsverkefna.  Hægt er að lesa um þetta og önnur samfélagsverkefni Coop í Bretlandi hér.