Fréttir

Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur

Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni í Hörpu undir yfirskriftinni "Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur". Þingið er haldið í tilefni alþjóðaárs samvinnufélaga hjá SÞ. Sérstakur gestur verður Jeroen Douglas framkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnufélaga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpar einnig þingið ásamt forseta ASÍ, fyrrverandi forseta Íslands og fleiri góðum gestum.

Ágætt gengi hjá Mondragon í fyrra.

Mondragon á Spáni sem er eitt af stærsu samvinnufélögum Evrópu hefur nýlega birt uppgjör sitt fyrir árið 2024. Þar vinna um 70.000 manns og veltan 2024 var 11,2 milljarðar evra.

Heimsþingi samvinnufólks lokið.

Alþjóðasamband samvinnufélaga (ICA) hélt þing sitt í Manchester á Englandi nú í byrjun júlí. Þar komu saman 600 fulltrúar frá 100 löndum.

Cooperatives. Linking practice and theory

Oft er rætt um að möguleikar samvinnufélaga séu ekki nægilega vel nýttir í efnahagslífi dagsins í dag.