Fréttir

Hvað þýðir að ganga í samvinnufélag?

„Þegar þú gengur í samvinnufélag, þá gengur þú í alþjóðlega hreyfingu – sem er að byggja upp betri heim.“ Ný stuttmynd „Samvinnufélög: Í eigu okkar félagsmanna“, nýja kvikmynd sem framleidd er fyrir bresku samvinnuhreyfinguna í tilefni alþjóðlegs ár samvinnufélaga.

Vaxtarverkir í samvinnurekstri á heimsvísu

Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi segir Jeroen Douglas, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnuhreyfinga, í athyglisverðu viðtali sem Óskar Bergsson átti við hann í Morgunblaðinu 5. september 2025.

Lærði að borða skyr á Selfossi

„Það er þröngt um okkur í Hollandi með 18 milljónir manna og 4 milljónir nautgripa í landi sem er meira en helmingi minna en Ísland.“, sagði Jeroen Douglas, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnuhreyfingam, í heimsókn til Mjólkursamsölunnar á Selfossi 4. september sl. „Hér hafið þið að minnsta kosti nóg landrými“, sagði hann við gestgjafa sína, og var auðheyrt á samtali hans við þá að hann var vel heima í kúabúskap og mjólkuriðnaði.

Svar við einstaklingshyggju og ofurgróða

Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, flutti merkt og yfirgripsmikið ávarp á opnum fundi í Hörpu 3. september 2025 um þær tvær alþýðhreyfingar sem hann telur vera hinar áhrifamestu og þar með mikilvægustu fyrir framgang efnahagslegs og félagslegs réttlæti í nútímasögunni. Þar á hann við hina alþjóðlegu verkalýðshreyfingu og Alþjóðasamtök samvinnufélaga (ICA).