Tvö „byltingarkennd“ bresk samvinnufélög verða viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar sem verður sýnd um alla Evrópu.

Félögin sem um ræðir heita Equal Care Co-operative og Suma og eru annnars vegar í félagsþjónustu og hins vegar í sölu og dreifingu grænmetis og þykja til fyrirmyndar á sínu sviði.

Verkefnið miðar að því að sýna fram á umbreytandi eðli samvinnufélaga fyrir einstaklinga og samfélög.

„Samvinnufélög eru þróttmikil, áhrifarík og atvinnuskapandi, með mikla möguleika til að takast á við markaðsbresti. En fólk veit almennt mjög lítið um samvinnufélög,“ sagði Rose Marley, forstjóri Co-operatives UK. „Það verður að breytast ef við ætlum að búa til sanngjarnara samfélag sem gerir meira fyrir fólk og samfélög.

Sjá nánar hér.