Rannsóknir í Wisconsin

Samvinnuhreyfingin stendur traustum fótum í Bandaríkjunum og ekki síst í Wisconsin. Við fylkisháskólann sem starfræktur er í höfuðborginni Madison er meðal annars sérstök rannsóknamiðstöð í samvinnufræðum.
Lesa frétt Rannsóknir í Wisconsin

Upptaka frá ráðstefnu á Bifröst

Fyrir áhugasama er hér hægt að sjá upptöku frá ráðstefnunni "Samvinnustarf í nútíð og framtíð" sem haldin var á Bifröst 29. október sl. Þar var Jóns Sigurðssonar einnig minnst. Öll dagskráin var tekin upp. Dagskrá og myndir frá ráðstefnunni má sjá í öðrum fréttum hér á síðunni - En hér er tengill á upptökuna.
Lesa frétt Upptaka frá ráðstefnu á Bifröst

Aldarafmæli samvinnufélaga á fjármálamarkaði

Samvinnufélög sem starfa í fjármálaþjónustu hafa með sér heimssamtök. Í þeim eru 54 fyrirtæki frá 33 löndum. Samtökin halda um þessar mundir upp á 100 ára afmæli sitt með þriggja daga ráðstefnu og afmælishátíð í Belgíu.
Lesa frétt Aldarafmæli samvinnufélaga á fjármálamarkaði

Myndir frá ráðstefnu

Eins og kynnt var hér þá héldu SÍS og Háskólinn á Bifröst fyrir skemmstu málþingið "Samvinnustarf í nútíð og framtíð" í tilefni af 120 ára afmæli SÍS. Þingið var haldið á Bifröst á og á fésbókarsíðu skólans má nú sjá fjölmargar myndir frá þinginu.
Lesa frétt Myndir frá ráðstefnu

Samvinnustarf í nútíð og framtíð

Í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá stofnun Sambands íslenskra samvinnufélaga, SÍS, verður haldin ráðstefna um samvinnstarf í nútíð og framtíð. Á ráðstefnunni verður Jóns Sigurðssonar einnig minnst. Ráðstefnan verður laugardaginn 29. október kl. 13-17 í Háskólanum á Bifröst.
Lesa frétt Samvinnustarf í nútíð og framtíð

Samvinnumánuður í Bandaríkjunum.

Samtök smærri bænda í Bandaríkjunum, National Farmers Union, hafa lagt sérstaka áherslu á málefni samvinnufélaga í október. Þau halda opna vefráðstefnu þann 31. október sem ber heitið "Að rækta samfélag - Samvinnuleiðtogar segja sína sögu". Hún er opin öllum.
Lesa frétt Samvinnumánuður í Bandaríkjunum.