Ársuppgjör í Bretlandi

Í áramótaviðtali við Rose Marley framkvæmdastjóra samtaka samvinnufélaga í Bretlandi lítur hún yfir farinn veg á árinu sem er að líða og nefnir ýmis uppbyggingarverkefni í lýðræðislega efnahagskerfinu, eins og hún orðar það.
Lesa frétt Ársuppgjör í Bretlandi

Ungt fólk og samvinnustarf

Samtök smærri bænda í Bandaríkjunum (National Farmers union) leggja mikla áherslu möguleika samvinnustarfs í landbúnaði. Í febrúar 2024 halda samtökin námsstefnu í Minneapolis, sérstaklega miðaða að námsfólki og öðrum yngri einstaklingum.
Lesa frétt Ungt fólk og samvinnustarf

Frá aðalfundi SÍS

Aðalfundur SÍS var haldinn í Reykjavík 23. nóv. eins og fram hefur komið. Ágætis mæting var, en hluti fundarmanna tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Talsverð og góð umræða var um framtíðarhlutverk samtakanna en SÍS er eini sameiginlegi vettvangur kaupfélaganna. Nokkur umræða varð líka um mögulega sameiningu háskólanna á Bifröst og á Akureyri, sérstaklega varðandi hvað yrði um Bifröst yrði starfsemi þar hætt. iðræður eru í gangi um samstarf og mögulega sameiningu en engar ákvarðanir liggja fyrir. Nýir fulltrúar í stjórn voru kjörnir Sigurjón Rafnsson frá KS og Halldór Jóhannsson frá KEA. Þeir koma í stað Ólafs Sigmarssonar og Birnu Bjarnadóttur en Birna hafði setið í stjórn í rúm 30 ár. Á fundinum voru þeim þökkuð þeirra störf í þágu sambandsins.
Lesa frétt Frá aðalfundi SÍS

Samvinna og stafræn þróun

Þann 1. desember sl. var haldin ráðstefna á vegum alþjóðasambands samvinnufélaga þar sem kynnt var útgáfa árbókar samvinnufélaga 2022 (World Cooperative Monitor) þar sem farið er yfir helstu staðreyndir og tölfræði um starf samvinnuhreyfingarinnar á síðasta ári. Einnig var fjallað sérstaklega um nýtingu stafrænnar tækni í starfi samvinnufélaga.
Lesa frétt Samvinna og stafræn þróun

Aðalfundur SÍS á fimmtudag

Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember n.k. á Hilton Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst kl. 17 Dagskrá skv. samþykktum félagsins. Stjórn SÍS
Lesa frétt Aðalfundur SÍS á fimmtudag

Ný skýrsla SÞ

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur birt nýja skýrslu um hlutverk samvinnufélaga í félagslegri þróun samfélaga. Lagt er til að stutt verði við samvinnufélög við að uppfylla möguleika sína til að auka efnahagslega og félagslega vellíðan fyrir alla. Tillögurnar beinast að rannsóknum, gögnum, tæknilegum stuðningi og uppbyggingu innviða.
Lesa frétt Ný skýrsla SÞ