Vill byrja upp á nýtt með fræðslusjóði

Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, lagði á málþinginu „Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur“ sem haldið var í Hörpu 3. september 2025 að stofnaður yrði fræðslusjóður til þess að byrja upp á nýtt og sannfæra ungt fólk á Íslandi um gildi samvinnuhugsjónarinnar.
Lesa frétt Vill byrja upp á nýtt með fræðslusjóði

Samvinnukauphöll í vændum

Hollendingurinn Jeroen Douglas var aufúsugestur Sambands íslenskra samvinnufélaga í tilefni af Alþjóðaári samvinnufélaga á vegum Sameinuðu þjóðanna. Heimsókn hans var af mörgum, sem sóttu afar vel heppnað málþing í Hörpu 3. september sl., talin vítamínsprauta fyrir þá umfjöllun um framtíðarsýn fyrir samvinnu og félagslegan rekstur sem nú er hafin. Auk þess hvatti Jeroen eindregið til þess að Samband íslenskra samvinnufélaga gengi til liðs við Alþjóðasamband samvinnuhreyfinga, en SÍS á nú einungis aðild að Sambandi evrópskra samvinnuhreyfinga.
Lesa frétt Samvinnukauphöll í vændum

Fyrirheit um nýja vaxtarsprota

„Ég fagna því að málefni samvinnurekstrar og félagshagkerfisins í heild séu tekin til nýrrar og skapandi umræðu á Íslandi“, sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í kveðju til málþingsins um samvinnurekstur og félagslegt hagkerfi í Hörpu 3. september 2025.
Lesa frétt Fyrirheit um nýja vaxtarsprota

Myndasyrpa frá málþingi

Þann 3. september hélt SÍS vel sótt málþing um "Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur" salnum Kaldalóni í Hörpu. Hér má skoða myndir frá þinginu og samfagnaði sem haldinn var í kjölfarið.
Lesa frétt Myndasyrpa frá málþingi

Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur

Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni í Hörpu undir yfirskriftinni "Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur". Þingið er haldið í tilefni alþjóðaárs samvinnufélaga hjá SÞ. Sérstakur gestur verður Jeroen Douglas framkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnufélaga. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ávarpar einnig þingið ásamt forseta ASÍ, fyrrverandi forseta Íslands og fleiri góðum gestum.
Lesa frétt Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur

Ágætt gengi hjá Mondragon í fyrra.

Mondragon á Spáni sem er eitt af stærsu samvinnufélögum Evrópu hefur nýlega birt uppgjör sitt fyrir árið 2024. Þar vinna um 70.000 manns og veltan 2024 var 11,2 milljarðar evra.
Lesa frétt Ágætt gengi hjá Mondragon í fyrra.