Alþjóðasamband samvinnufélaga (ICA) heldur ársþing sitt að þessu sinni á Indlandi en þar koma þúsundir fulltrúa samvinnufélaga saman til að ræða málefni hreyfingarinnar og samfélagslegt hlutverk hennar. Kjörorð þingsins núna er "Samvinna tryggir velsæld allra". Hér má sjá margskonar upplýsingar um þingið.
Lesa frétt Alþjóðaþing samvinnufélaga á Indland í lok nóvember
Samvinnuhugsjónin lifir góðu lífi á Fáskrúðsfirði og segja má að bæjarbúar eigi útgerðina á staðnum. RÚV fjallaði á dögunum um Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga og hlutverk þess í samfélaginu á staðnum. Sjá hér.
Lesa frétt Samvinnuhugsjónin á Fáskrúðsfirði.
Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur tekið við völdum í Bretlandi og Karl konungur flutt fyrstu stefnuræðu hennar. Í nýjum þingflokki Verkamannaflokksins eru 43 þingmenn sem kenna sig við samvinnuflokkinn um leið.
Lesa frétt Stefnuræða í Bretlandi
Áður en Alþingi var frestað í vor afgreiddi Alþingi breytingu á lögum um samvinnufélög. Þær breytingar fela í sér að takmarka möguleika á því að við slit félags komi eigið fé þess til útgreiðslu til félagsmanna. Þá voru gerðar breytingar á lágmarksfjölda stofnenda samvinnufélaga og loks minni háttar lagfæringar á lögunum. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006 sem fela m.a. í sér að ráðherra fær heimild til að setja reglugerðir til nánari útfærslu.
Lesa frétt Breyting á lögum um samvinnufélög.