Ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefur tekið við völdum í Bretlandi og Karl konungur flutt fyrstu stefnuræðu hennar. Í nýjum þingflokki Verkamannaflokksins eru 43 þingmenn sem kenna sig við samvinnuflokkinn um leið.
Lesa frétt Stefnuræða í Bretlandi
Áður en Alþingi var frestað í vor afgreiddi Alþingi breytingu á lögum um samvinnufélög. Þær breytingar fela í sér að takmarka möguleika á því að við slit félags komi eigið fé þess til útgreiðslu til félagsmanna. Þá voru gerðar breytingar á lágmarksfjölda stofnenda samvinnufélaga og loks minni háttar lagfæringar á lögunum. Jafnframt voru gerðar breytingar á lögum um Evrópufélög, nr. 26/2004, og lögum um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006 sem fela m.a. í sér að ráðherra fær heimild til að setja reglugerðir til nánari útfærslu.
Lesa frétt Breyting á lögum um samvinnufélög.
Þingkosningar verða í Bretlandi fimmtudaginn 4. júlí. Spáð er stórsigri Verkamannaflokksins. Lítið ber á því í fréttum að í Bretlandi er einnig starfandi sérstakur stjórnmálaflokkur samvinnufólks, The Co-operative Party.
Lesa frétt Kosningar í Bretlandi
Breska samvinnuhreyfingin gengst næstu tvær vikur fyrir viðburðum sem þau kalla "Co-op Fortnight" þar sem lögð er áhersla á að kynna hið fjölbreytta samvinnustarf sem á sér stað í landinu. Þemað í ár er "Hvað gerum við öðruvísi"
Lesa frétt Samvinnuvikur í Bretlandi