Kaupfélag Borgfirðinga 120 ára

Kaupfélag Borgfirðinga fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 4. janúar. Félagið starfar á svæðinu frá Hvalfjarðarsveit til Reykhólahrepps en reksturinn snýst nú einkum um sölu á aðföngum til búrekstrar, annars dýrahalds og tengdar vörur. Öll eru velkomin í afmæliskaffi í verslun félagsins í Borgarnesi í dag.
Lesa frétt Kaupfélag Borgfirðinga 120 ára

Ársuppgjör í Bretlandi

Í áramótaviðtali við Rose Marley framkvæmdastjóra samtaka samvinnufélaga í Bretlandi lítur hún yfir farinn veg á árinu sem er að líða og nefnir ýmis uppbyggingarverkefni í lýðræðislega efnahagskerfinu, eins og hún orðar það.
Lesa frétt Ársuppgjör í Bretlandi

Ungt fólk og samvinnustarf

Samtök smærri bænda í Bandaríkjunum (National Farmers union) leggja mikla áherslu möguleika samvinnustarfs í landbúnaði. Í febrúar 2024 halda samtökin námsstefnu í Minneapolis, sérstaklega miðaða að námsfólki og öðrum yngri einstaklingum.
Lesa frétt Ungt fólk og samvinnustarf

Frá aðalfundi SÍS

Aðalfundur SÍS var haldinn í Reykjavík 23. nóv. eins og fram hefur komið. Ágætis mæting var, en hluti fundarmanna tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. Talsverð og góð umræða var um framtíðarhlutverk samtakanna en SÍS er eini sameiginlegi vettvangur kaupfélaganna. Nokkur umræða varð líka um mögulega sameiningu háskólanna á Bifröst og á Akureyri, sérstaklega varðandi hvað yrði um Bifröst yrði starfsemi þar hætt. iðræður eru í gangi um samstarf og mögulega sameiningu en engar ákvarðanir liggja fyrir. Nýir fulltrúar í stjórn voru kjörnir Sigurjón Rafnsson frá KS og Halldór Jóhannsson frá KEA. Þeir koma í stað Ólafs Sigmarssonar og Birnu Bjarnadóttur en Birna hafði setið í stjórn í rúm 30 ár. Á fundinum voru þeim þökkuð þeirra störf í þágu sambandsins.
Lesa frétt Frá aðalfundi SÍS

Samvinna og stafræn þróun

Þann 1. desember sl. var haldin ráðstefna á vegum alþjóðasambands samvinnufélaga þar sem kynnt var útgáfa árbókar samvinnufélaga 2022 (World Cooperative Monitor) þar sem farið er yfir helstu staðreyndir og tölfræði um starf samvinnuhreyfingarinnar á síðasta ári. Einnig var fjallað sérstaklega um nýtingu stafrænnar tækni í starfi samvinnufélaga.
Lesa frétt Samvinna og stafræn þróun

Aðalfundur SÍS á fimmtudag

Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember n.k. á Hilton Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík og hefst kl. 17 Dagskrá skv. samþykktum félagsins. Stjórn SÍS
Lesa frétt Aðalfundur SÍS á fimmtudag