Samfélagsverkefni

Samvinnufélög leggja mikla áherslu að samfélagsverkefni. Samkvæmt árlegri skýrslu sem tekin er saman á vegum samvinnuhreyfingarinnar í Bretlandi vörðu samvinnufyrirtækin í smásöluverslu þar í landi um 12% hagnaðar á árinu 2016 til samfélagsverkefna sem er tvöfalt meira en helstu samkeppnisaðilar gerðu.
Lesa frétt Samfélagsverkefni

Ávinningur

Þeir sem gerast félagsmenn í samvinnufélögum geta notið ávinnings af með beinum og óbeinum hætti. Hægt er að sækja um svonefnt KEA kort ef þú ert félagi þar. Kortið veitir rétt til margvíslegs afsláttar hjá fyrirtækjum, einkum norðanlands en í sumum tilvikum gilda afsláttarkjörin um land allt. Félagsmenn í Kaupfélagi Suðurnesja og ýmsum öðrum kaupfélögum fá afsláttarkort sem veitir fastan afslátt í öllum verslunum Samkaupa.
Lesa frétt Ávinningur

Samvinna.is opnuð

Samband íslenskra samvinnufélaga hefur opnað vefsíðuna samvinna.is. Sambandið starfar í dag eingöngu á félagslegum grunni sem samráðsvettvangur aðildarfélaga sinna og stendur ekki fyrir neinum rekstri. Á þessari síðu er meiningin að segja fréttir af starfi þess og eftir atvikum aðildarfélaganna. Í dag eru aðildarfélögin níu, þar af stunda sjö einhverskonar atvinnurekstur.
Lesa frétt Samvinna.is opnuð

Alþjóðadagur samvinnufélaga

Alþjóðadagur samvinnufélaga verður haldinn hátíðlegur þann 6. júlí 2019. Þetta er í 96. skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur innan samvinnuhreyfingarinnar og í 25. skipti sem Sameinuðu þjóðirnar standa að hátíðahöldum með samvinnuhreyfingunni. SÞ lýstu árið 2012 alþjóðlegt ár samvinnufélaga og var vakin athygli á samvinnustarfi víða um heim allt það ár.
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga

Hvað þarf til góðrar samvinnu.

Kaupfélag Suðurnesja birtir á heimasíðu sinni fróðlega skýringarmynd þar sem tekin eru saman helstu atriði sem einkenna samvinnurekstrarformið svo sem um tilgang félaganna, einkenni þeirra og sérstöðu - hvað þarf til að félag teljist samvinnufélag. Félögin eru lýðræðislega uppbyggð þannig að atkvæðisréttur er jafn og byggja á því að hagnaðarvon og umhyggja fyrir samfélaginu fari saman.
Lesa frétt Hvað þarf til góðrar samvinnu.