Ólafur Ragnar Grímsson, Finnbjörn A. Hermannsson og Þórólfur Gíslason í samfagnaði eftir málþingið.
Ólafur Ragnar Grímsson, Finnbjörn A. Hermannsson og Þórólfur Gíslason í samfagnaði eftir málþingið.

Þann 3. september hélt SÍS vel sótt málþing um "Framtíðarsýn um samvinnu og félagslegan rekstur" salnum Kaldalóni í Hörpu.  Aðalfyrirlesari var Jeroen Douglas framkvæmdastjóri Alþjóðasambands samvinnufélaga (ICA). Alþjóðasam­bandið hef­ur inn­an sinna vé­banda 320 sam­bönd sam­vinnu­fé­laga í 112 lönd­um, eina millj­ón sam­vinnu­fé­laga, einn millj­arð fé­lags­manna og 280 millj­ón­ir starfs­manna. Þá fluttu ávörp þeir Ólafur Ragnar Grímsson fv. forseti Íslands og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ.  Þá voru jafnframt pallborðsumræður undir stjórn Vilhjálms Egilssonar fv. þingmanns þar sem þær Margrét Katrín Guðnadóttir kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga og Margrét Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst tóku þátt ásamt Douglas. Hér má skoða myndir frá þinginu og samfagnaði sem haldinn var í kjölfarið. 

Fjallað var um þingið í Morgunblaðinu 4. og 5. september (lestur greina í heild krefst áskriftar).  Sjá einnig hér.