Fyrr á árum störfuðu hérlendis fjölmargir sparisjóðir víðs vegar um landið. Sparisjóðir eru í eðli sínu samvinnufélög sem starfa yfirleitt svæðisbundnir. Þeim hefur hins vegar fækkað verulega hérlandis og standa nú aðeins fjórir eftir. Það er þó ekki staðan alls staðar t.d. eru starfandi um 250 sparisjóðir á Írlandi. Í fréttinni hér að neðan er fjallað um það mál og sérstaklega hvernig einn þeirra, Donore Credit union vinnur að samfélagsmálum á sínu svæði.
Lesa frétt Öflug starfsemi sparisjóða á Írlandi
Samtök evrópskra landbúnaðarsamvinnufélaga (Cogeca) héldu þann 21. júní sl. málþing um um hlutverk samvinnufélaga í orkuframleiðslu þ.e. undir yfirskriftinni: "Hvert er hlutverk samvinnufélaga við að framleiða hagkvæma, örugga og sjálfbæra orku?“.
Lesa frétt Evrópsk landbúnaðarsamvinnufélög og orkuframleiðsla
Á aðalfundi KEA sem fram fór í lok apríl kom fram að 546 milljóna króna hagnaður varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Hreinar fjárfestingatekjur voru 767 mkr. og lækkuðu um 175 mkr. á milli ára. Eigið fé var tæpir 8,8 milljarðar og heildareignir námu tæpum 9,1 milljarði. Fjárhagsstaða félagsins er sterk.
Lesa frétt Hagnaður KEA á síðasta ári 546 mkr.
Alþjóðadagur samvinnufélaga er haldinn árlega fyrsta laugardag í júlí og hefur verið síðan 1923. Dagurinn í ár er því sá 101 í röðinni. Að þessu sinni verður þemað sjálfbær þróun eða: "Cooperatives: partners for accelerated sustainable development."
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga 2023