Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir árið 2018 verður haldinn fimmtudaginn 7. nóvember n.k. á Greifanum Glerárgötu 20, 2 hæð, Akureyri, og hefst hann kl. 14.00
Lesa frétt Aðalfundur SÍS 2019
Alþjóðadagur samvinnufélaga verður haldinn hátíðlegur þann 6. júlí næstkomandi, en dagurinn fer ávallt fram fyrsta laugardag í júli og hefur gert það allt fra 1923. Síðan 1995 hafa Sameinuðu þjóðirnar staðið að hátíðahöldum með samvinnuhreyfingunni.
Þemað í ár er “Atvinna með sóma” (e. Decent work). Það byggir á því að samvinnufélögu eru rekstrarform sem snýst fyrst og fremst um fólk. Samvinnufélög eru undir lýðræðislegri stjórn félagsmanna og beita sér fyrir félagslegu réttlæti á vinnumarkaði.
Lesa frétt Alþjóðadagur samvinnufélaga 2019
Samvinnufólk í Bretlandi gengst í á næstu vikum fyrir viðburðum um allt land þar sem verið er að ræða möguleika samvinnunar í nýsköpunarstarfsemi sem byggir á stafrænni tækni. Sú tækni verður sífellt fyrirferðarmeiri í daglegu lífi. Má þar nefna dæmi eins og starfrænar efnisveitur á borð við Netflx, Hulu og sambærilegar hér heima. Margskonar þjónusta er líka veitt með sömu tækni eins og heimsendingarþjónusta og leigubílaþjónusta samanber Uber forritið. Menn hafa mögulega lítið nýtt möguleika samvinnunar á þessu sviði en í þessari bresku dagskrá verður farið yfir þau dæmi sem eru fyrir hendi og tækifærin framundan.
Lesa frétt Stafræn samvinnufélög?
Hugveita samvinnufólks í Bandaríkjunum "Cooperatives for a better world" birtir á vefsíðu sinni skemmtilegt myndband þar sem tekið er saman á tveimur mínútum hver meginatriði samvinnurekstrar og hugsjónarinnar að baki eru. Kjarninn í samvinnuhugmyndafræðinni á tveimur mínútum.
Lesa frétt Hvað er samvinnurekstur?
Samvinnufélög sem ekki eru í Sambandi íslenskra samvinnufélag eru nokkur á Íslandi, en þannig var það líka allan starfstíma Sambandsins. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru 32 skráð samvinnufélög í landinu í árslok 2018. Sem dæmi má nefna leigubílastöðin Hreyfil, Sláturfélag Suðurlands, Auðhumlu og Handprjónasambandið. Síðan eru starfandi tvö stór húsnæðissamvinnufélög, Búseti og Búmenn sem fjallað er stuttlega um hér að neðan.
Lesa frétt Samvinnufélög utan SÍS
Evrópsku samvinnufélögin hafa lengi lagt áherslu á að berjast gegn matarsóun í sínum verslunum. Lögð er áhersla á sjálfbærni í allri starfsemi en einnig fræðslu samhliða, enda er fræðsluhlutverkið samvinnufélögum mikilvægt. Með fræðslu og upplýsingagjöf eru eru neytendur hvattir til að gæta að umhverfinu og sýna samfélagsábyrgð, bæði þegar þeir versla og annarsstaðar í samfélaginu.
Lesa frétt Evrópsk samvinnufélög gegn matarsóun