Aðalfundur SÍS fyrir árið 2019 var haldinn fimmtudaginn 19. nóv. 2020.  

Að þessu sinni var fundurinn haldinn á netfundarkerfinu Zoom og tókst vel.  Var fundurinn vel sóttur þó þetta væri í fyrsta skipti sem aðalfundur er haldinn á netinu.  Fór fundurinn fram skv. samþykktum félagsins.  Formaður stjórnar Hannes Karlsson kynnti starf stjórnar og fór yfir reikninga og var hvoru tveggja samþykkt samhljóða.  Í tilnefningu til stjórnar til næstu þriggja ára voru Ólafur Sigmarsson og Margrét Katrín Guðnadóttir og var sú tilnefning samþykkt samhljóða.  Kemur Margrét Katrín inn sem nýr stjórnarmaður, Margrét er kaupfélagsstjórni Kaupfélags Borgfirðinga.