Alþjóðadagur samvinnufélaga verður haldinn hátíðlegur þann 6. júlí næstkomandi, en dagurinn fer ávallt fram fyrsta laugardag í júli og hefur gert það allt fra 1923. Síðan 1995 hafa Sameinuðu þjóðirnar staðið að hátíðahöldum með samvinnuhreyfingunni.

Þemað í ár er “Atvinna með sóma” (e. Decent work). Það byggir á því að samvinnufélögu eru rekstrarform sem snýst fyrst og fremst um fólk. Samvinnufélög eru undir lýðræðislegri stjórn félagsmanna og beita sér fyrir félagslegu réttlæti á  vinnumarkaði.

Hér má sjá meira um daginn og hér meira um þemað að baki.