Land O´Lakes er ríflega aldargamalt samvinnufélag nærri 4.000 bænda í Minnesota í Bandaríkjum sem sinnir aðallega framleiðslu mjólkurvara.  Þar starfa um 9.000 manns.  Í úrslitaleik bandarískja fótboltans (Superbowl) fyrir skemmstu var fyrirtækið eitt þeirra sem auglýsti í hálfleik, en það eru dýrustu auglýsingatímar í bandarísku sjónvarpi.

Þar er gert mikið úr því að Land O´Lakes sé samvinnufélag bænda og strikar enn undir það að samvinnufélög lifa góðu lífi í Bandaríkjunum.  Auglýsinguna má skoða hér.