Evrópsku samvinnufélögin hafa lengi lagt áherslu á að berjast gegn matarsóun í sínum verslunum.  Lögð er áhersla á sjálfbærni í allri starfsemi en einnig fræðslu samhliða, enda er fræðsluhlutverkið samvinnufélögum mikilvægt.  Með fræðslu og upplýsingagjöf eru eru neytendur hvattir til að gæta að umhverfinu og sýna samfélagsábyrgð, bæði þegar þeir versla og annarsstaðar í samfélaginu.

Samtökin hafa hafa gefið út samantekt á ýmsu sem reynst hefur vel hjá aðildarfyrirtækjum til að minnka matarsóun og er þar um fjölbreytt verkefni að ræða til dæmis að hverfa frá magntilboðum "tveir fyrir einn" og gefa frekar afslætti á hverri einingu fyrir sig, smáforrit til leiðbeiningar fyrir neytendur, framleiðsla á lífgasi úr matarafgöngum og margt fleira.

Samantektina má lesa hér.

.