Alþjóðasamband samvinnufélaga gengst nú fyrir könnun meðal samvinnufólks á heimsvísu.  Óskað er eftir því að félagsfólk tjái sig um framtíðarsýn hreyfingarinnar og hvort ástæða sé til að endurskoða framtíðarsýn hennar í ljósi þróunar síðustu ára.  Yfirlýsing um sjö megingildi samvinnustarfs var síðast endurskoðuð á þingi í Manchester 1995.  

Núverandi yfirlýsingu um um meginatriði samvinnustarfs mál lesa hér.  Samantekt um söguna að baki henni má síðan sjá hér. Könnuninni sjálfri má svara hér á vef Alþjóðasambands samvinnufélaga.