Samband íslenskra samvinnufélaga hefur opnað vefsíðuna samvinna.is.  Sambandið starfar í dag eingöngu á félagslegum grunni sem samráðsvettvangur aðildarfélaga sinna, en stendur ekki fyrir neinum rekstri. Á þessari síðu er meiningin að segja fréttir af starfi þess og eftir atvikum aðildarfélaganna.  Í dag eru aðildarfélögin níu, þar af stunda sjö einhverskonar atvinnurekstur, beint eða í gegnum dótturfélög.   Tvö þeirra starfa eingöngu félagslega. Fleiri samvinnufélög starfa í landinu en þau eiga ekki öll aðild að Sambandinu.

Einnig má finna hér tilvísanir til samtaka samvinnufélaga í nokkrum löndum sem og á heims- og Evrópuvísu. Sambandið á aðild að Evrópusamtökum samvinnufélaga, en Kaupfélag Suðurnesja hefur annast það starf  fyrir þess hönd.

Einn af hverjum sex jarðarbúum á aðild að samvinnufélagi og þau eru talin þrjár milljónir á heimsvísu. Hjá þeim vinnur einn af hverjum 10 á vinnumarkaði heimsins. Samvinnuhugsjónin lifir því góðu lífi.