Samvinnuhreyfingin er í talsverðum vexti í Bandaríkjunum sem oft hafa reyndar verið nefnd land einkaframtaksins - en staðreyndin er sú að lifandi starf á sér stað í samvinnufélögum um landið allt.  Hér eru tvö dæmi.

Þróunarmiðstöð samvinnufélaga starfar um öll Bandaríkin og leiðbeinir um uppbyggingu og starfshætti samvinnufélaga. Á vefsíðu miðstöðvarinnar - Cooperation Works!  má finna margskonar verkfæri og tengiliði til hjálpar frumkvöðlum í samvinnustarfi.

Samtök smærri bænda í Bandaríkjunum - National Farmers Union - gekkst nýlega fyrir námskeiðaröð til að vekja athygli á þeim möguleikum sem felast í samvinnufélögum og hvetja til uppbyggingar á því sviði.  Upptökur frá námskeiðunum eru aðgengilegar á YouTube síðu NFU.