Samvinnufélög sem ekki eru í Sambandi íslenskra samvinnufélag eru nokkur á Íslandi, en þannig var það líka allan starfstíma Sambandsins.  Samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru 32 skráð samvinnufélög í landinu í árslok 2018.  Sem dæmi má nefna leigubílastöðin Hreyfil, Sláturfélag Suðurlands, Auðhumlu og Handprjónasambandið.  Síðan eru starfandi tvö stór húsnæðissamvinnufélög, Búseti og Búmenn sem fjallað er stuttlega um hér að neðan.

Búseti er samvinnufélag en eðli þeirra er að þau eru í eigu allra félagsmanna og jafnan opin öllum. Í stað þess að ávinningur af rekstri renni til fárra eigenda þá rennur hann til allra notenda, sem jafnframt eru eigendur, í formi veittrar þjónustu og lægri gjalda en ella væri. Markmið félaga geta verið mismunandi en í tilfelli Búseta er það að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma sem félagsmenn fá til afnota í ótilgreindan tíma eða eins lengi og þeir vilja. Gjöld taka mið af því að lagt sé til hliðar fyrir viðhaldi.  Félagið rekur nú um 900 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Búmenn er samskonar félag sem rekur 500 íbúðir til viðbótar í 12 sveitarfélögum.  Það félag hefur einbeitt sér að húsnæði fyrir 50 ára og eldri.

Þá starfar húsnæðissamvinnufélagið Búfesti á Akureyri.  Það rekur ríflega 230 íbúðir bæði á Akureyri og á Húsavík.    Þessi þrjú samvinnufélög eru því samtals að reka rúmlega 1.600 íbúðir víða um land sem verður að teljast umtalsverður fjöldi.